Ana səhifə

Lærdómsviðmið Sjúkraliðabraut Þrep 1 Lærdómur áfanga


Yüklə 68 Kb.
tarix24.06.2016
ölçüsü68 Kb.

Ný menntastefna menntamálaráðuneytisins – Sjúkraliðabraut – lærdómsviðmið

Lærdómsviðmið
Sjúkraliðabraut

Þrep 1
Lærdómur áfanga á þrepi 1 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti.

Lærdómur námsbrautar skilar nemanda með hæfni á þrepi 1. Hann einkennist af almennum þáttum þekkingar, færni og hæfni sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 2
Lærdómur áfanga á þrepi 2 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af þrepi 1.

Lærdómur námsbrautar skilar nemanda með hæfni á þrepi 2. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 3

Lærdómur áfanga á þrepi 3 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af fyrri þrepum.

Lærdómur námsbrautar skilar nemendum með hæfni á þrepi 3. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni undirgreina sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 4

Lærdómur áfanga á þrepi 4 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af fyrri þrepum.

Lærdómur námsbrautar skilar nemendum með hæfni á þrepi 4. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni undirgreina sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.HÆFNI

felur í sér yfirsýn og getu til að hagnýta þekkingu og færni.Afla felur í sér hagnýtingu og yfirfærslu þekkingar og færni. Sú athöfn gerir kröfur um siðferðisvitund, víðsýni, sköpunarmátt, umburðarlyndi og skilning nemandans á eigin getu.

Greina felur í sér úrvinnslu á þekkingu og færni nemandans, með því að bera saman, finna samband, einfalda, draga ályktanir, rökstyðja og ígrunda/fagleg gagnrýni/gagnrýnin hugsun. Þessar athafnir gera kröfu um að nemandi sýni sjálfstraust og sjálfstæði í vinnubrögðum, ábyrgðartilfinningu og hæfni í að meta aðstæður, eigið framlag og annarra.

Miðla felur í sér margvísleg tjáningarform þar sem vitsmunalegri, listrænni og/eða verklegri þekkingu og færni er miðlað. Þessar athafnir gera kröfu um að nemandi sýni sköpunarhæfni, innsæi og frumkvæði auk hæfni til að tjá hugmyndir, skoðanir og tilfinningar.Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum. Hann skal þekkja sögu og þróun hjúkrunarfræðinnar og þá hugmyndafræði sem hjúkrunarstörf byggjast á. Hann skal þekkja þá grunnþætti sem hafa áhrif á líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði. Hann skal geta sýnt fram á almenna siðferðisvitund, færni í samskiptum, umburðarlyndi og skilning á eigin getu.


Nemandi skal geta greint og hagnýtt almenna þekkingu og færni í hjúkrun og heilbrigðisgreinum með því að bera saman, finna samband, einfalda og draga ályktanir. Þessar athafnir gera kröfu um að nemandi sýni ábyrgðartilfinningu, sýni sjálfstraust og sjálfstæði í vinnubrögðum og geti beitt almennri ígrundun.
Nemandi skal geta miðlað og hagnýtt almenna þekkingu og færni í hjúkrun og heilbrigðisgreinum. Hann skal sýna hæfni til að tjá hugmyndir sínar og skoðanir í samstarfi og teymisvinnu heilbrigðisstétta. Þetta gerir kröfu um að nemandi sýni sköpunarhæfni, frumkvæði og hæfni til að tjá hugmyndir og skoðanir.


Nemandi skal geta hagnýtt sértæka þekkingu og færni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum sem hann hefur aflað sér til þess að takast á við hjúkrunarstörf sem tengjast sértækum störfum sjúkraliða. Nemandi skal geta hagnýtt sértæka þekkingu í hjúkrun til ákvarðanatöku og til að meta gæði hjúkrunar út frá gagnrýnni og skapandi hugsun. Hann skal geta sýnt fram á almenna siðferðisvitund, umburðarlyndi og skilning á eigin getu.


Nemandi skal geta greint og hagnýtt sértæka þekkingu og færni, með því að bera saman, einfalda, draga ályktanir, rökstyðja, finna tengsl og beita faglegri gagnrýni í störfum sjúkraliða. Nemandi skal geta forgangsraðað verkefnum og metið hvað sé brýnast að gera hverju sinni. Hann skal geta sýnt í verki þekkingu á ákveðnum hjúkrunarmeðferðum, borið saman aðferðir við aðhlynningu og valið það sem hentar hverju sinni.
Nemandi skal geta miðlað upplýsingum um heilsufar og meðferð til skjólstæðinga, sýnt skilning á mikilvægi hjúkrunarskráningar samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum í hjúkrunarfræði. Hann skal geta lagt sitt af mörkum í teymisvinnu innan heilbrigðisstofnana og komið athugunum og útskýringum á framfæri. Geta sýnt skjólstæðingum faglega umhyggju og geta útskýrt mismunandi þarfir þeirra og meðferðarform.

Þetta gerir kröfu um að nemandi sýni sköpunarhæfni, innsæi, frumkvæði og hæfni til að tjá hugmyndir sínar, skoðanir og tilfinningar á margvíslegan hátt.Nemandi skal geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu og færni í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum sem hann hefur aflað sér til að takast á við viðfangsefni sjúkraliðastarfsins. Fagleg hæfni nemanda skal bera vott um djúpan skilning og víðtæka þekkingu á hugtökum og aðferðum í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum.


Nemandi skal geta greint faglega sértæka og almenna þekkingu og færni og hagnýtt sér við raunverulegar aðstæður. Nemandi skal vera fær um að hagnýta þekkinguna við ákvarðanatöku. Nemandinn skal hafa öðlast hæfni til að takast á við nám í heilbrigðisgreinum á háskólastigi. Nemandi skal þroska með sér siðferðisvitund og tileinka sér siðareglur heilbrigðisstétta, umburðarlyndi, víðsýni, fordómaleysi, heildarhyggju og skilning á eigin getu.

Nemandi skal geta forgangsraðað viðfangsefnum og greint hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi við hverju sinni, samkvæmt viðurkenndum flokkunarkerfum í hjúkrunarfræði. Nemandinn skal geta beitt, rökstutt og ígrundað þær hjúkrunarmeðferðir sem hann framfylgir samkvæmt hjúkrunaráætlun hverju sinni. Þessar athafnir gera kröfu um að nemandi sýni sjálfstraust og sjálfstæði í vinnubrögðum, búi yfir ábyrgðartilfinningu, víðtækri fagþekkingu og færni, hæfni í að meta aðstæður og bregðast við óvæntum aðstæðum á faglegan hátt.


Nemandi skal geta miðlað þekkingu á heilbrigðissviði til skjólstæðinga og samstarfsfólks og geta beitt innsæi, gagnrýnni og skapandi hugsun við lausn hjúkrunarviðfangsefna. Nemandi skal geta tekið þátt í þverfaglegu samstarfi og komið á framfæri sérhæfðri þekkingu sem við á hverju sinni. Nemandi sýni hæfni í faglegri umhyggju gagnvart skjólstæðingum og tjái eigin hugmyndir og skoðanir.


Nemandi skal geta hagnýtt þá sérhæfðu þekkingu og færni sem hann hefur aflað sér í hjúkrun og heilbrigðisgreinum til að takast á við nám i heilbrigðisgreinum á háskólastigi.

Nemandi skal geta greint hvaða hjúkrunarmeðferðir eigi best við í breytilegum aðstæðum og komið með úrræði. Hann skal geta þróað sjálfan sig í starfi á skapandi hátt.
Nemandi skal geta miðlað þekkingu sinni til annarra og hagnýtt sérhæfða þekkingu og færni í hjúkrun. Nemandi skal geta leiðbeint skjólstæðingum og öðrum á jákvæðan hátt.

Lærdómsviðmið
Sjúkraliðabraut

Þrep 1

Lærdómur áfanga á þrepi 1 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti.

Lærdómur námsbrautar skilar nemanda með hæfni á þrepi 1. Hann einkennist af almennum þáttum þekkingar, færni og hæfni sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 2

Lærdómur áfanga á þrepi 2 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af þrepi 1.

Lærdómur námsbrautar skilar nemanda með hæfni á þrepi 2. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 3

Lærdómur áfanga á þrepi 3 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af fyrri þrepum.

Lærdómur námsbrautar skilar nemendum með hæfni á þrepi 3. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni undirgreina sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 4

Lærdómur áfanga á þrepi 4 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af fyrri þrepum.

Lærdómur námsbrautar skilar nemendum með hæfni á þrepi 4. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni undirgreina sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.ÞEKKINGNemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar í heilbrigðisgreinum og hjúkrunarfræðinnar með áhorfi, lestri, hlustun, umræðum eða öðrum samskiptum. Nemandi skal þekkja umönnunarhugtakið og hvað felst í því. Hann skal þekkja sögu heilbrigðisfræðinnar og áhrif framfara í heilbrigðisvísundum á heilbrigði einstaklinga og þjóða. Nemandi skal geta útskýrt hvað felst í hugtökunum heilbrigði og sjúkdómsástand. Nemandi skal þekkja hjúkrunarsögu, hugmyndafræði og helstu skipulagsform hjúkrunar. Hann skal hafa þekkingu á mikilvægi skipulags við hjúkrunarstörf og hvaða þættir tilheyra nánasta umhverfi skjólstæðingsins. Nemandinn skal hafa þekkingu á lausnamiðuðu ferli í hjúkrunarstörfum. Nemandi skal hafa þekkingu á lögum um réttindi skjólstæðinga sinna. Nemandi skal þekkja siðareglur sjúkraliða.


Nemandi skal geta greint almenna þekkingu sína með umræðum og flokkun viðfangsefna. Nemandi skal geta útskýrt tengsl andlegra, líkamlegra og félagslegra þarfa skjólstæðinga. Hann skal geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing. Nemandinn skal geta gert grein fyrir hlutverki sjúkraliða í hjúkrun skjólstæðinga.
Nemandi skal geta miðlað almennri þekkingu sinni með mismunandi aðferðum til skjólstæðinga og samstarfsfólks.


Nemandi skal hafa aflað sér sértækrar þekkingar í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum, sem tengjast störfum sjúkraliða með áhorfi, lestri, hlustun, umræðum eða öðrum samskiptum.

Nemandi geti skilgreint hvað felst í faglegri umönnun og sérhæfðum hjúkrunarstörfum. Hann skal þekkja samhengi milli ástands skjólastæðinga og hjúkrunarþarfa.

Hann skal geta lýst hvað einkennir fagleg samskipti og þekkja áhrif menningarmunar í samskiptum.

Hann skal þekkja tengsl lífsmáta og sjúklegs ástands og gildi forvarna í viðhaldi heilsu.

Hann skal hafa sértæka þekkingu á þroskaferli mannsins og viðbrögðum við andlegu og líkamlegu álagi. Nemandi skal hafa sértæka þekkingu á siðfræði, siðareglum heilbrigðisstétta og þeim siðferðilegu álitamálum sem geta komið upp í heilbrigðisþjónustunni. Hann skal hafa aflað sér sértækrar þekkingar á þeim stofnunum þjóðfélagsins, sem fást við forvarnir og heilbrigðiseflingu. Nemandi skal hafa sértæka þekkingu á heilbrigðislögum og réttindum skjólstæðinga.


Nemandi skal geta greint almenna og sértæka þekkingu sína með umræðum, flokkun og samanburði á hjúkrunarmeðferðum og aðferðum við aðhlynningu og umönnun skjólstæðinga. Hann skal geta rætt siðfræði og siðferðileg álitamál sem tengjast hjúkrun og meðferð skjólstæðinga. Hann skal tileinka sér siðareglur sjúkraliða og þekkja siðareglur annarra heilbrigðisstétta.
Nemandi skal geta miðlað almennri og sértækri þekkingu sinni með mismunandi aðferðum, skriflega, munnlega og verklega.


Nemandi skal hafa aflað sér almennrar og sértækrar þekkingar í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum sem tengjast störfum sjúkraliða, með áhorfi, lestri, hlustun, umræðum eða öðrum samskiptum.

Nemandi skal hafa faglegan og sértækan orðaforða til þess að geta lesið og nýtt sér þekkingu í hjúkrunarfræði og öðrum sérgreinum sjúkraliðanáms. Nemandi skal hafa þekkingu og skilning á þeim kenningum, hugmyndafræði og hjúkrunarskráningu sem sérhæfð hjúkrunarstörf byggjast á. Hann skal þekkja ólíkar samskiptaaðferðir milli einstaklinga og hópa og hvernig umhverfi og menning mótar samskipti manna.

Nemandi skal hafa sérhæfða þekkingu á siðfræði, siðareglum heilbrigðisstétta og þeim siðferðilegu álitamálum sem geta komið upp í heilbrigðisþjónustunni. Nemandi skal hafa sértæka þekkingu á forvörnum og heilsueflingu. Nemandi skal hafa sérhæfða þekkingu á því hvernig menningarmunur og trú skapar ólík viðhorf til heilbrigðis og sjúkdóma. Nemandi skal þekkja skipulag heilbrigðisstofnanna og lög heilbrigðis- og félagskerfisins.


Nemandi skal geta greint þekkingu sína með umræðum, flokkun og samanburði og tengt hana undirgreinum sérsviðs. Nemandi skal skilja og geta rætt um tengsl sérhæfðrar hjúkrunarþjónustu við heilbrigði og bata einstaklinga og hópa. Hann skal geta gert grein fyrir markmiðum og meginþáttum hjúkrunarskráningar. Nemandi skal geta skilgreint af þekkingu siðferðileg álitamál í hjúkrun og heilbrigðisþjónustu. Hann skal geta nýtt sér helstu hugtök í hjúkrunarfræði og heilbrigðisgreinum sjúkraliðanáms í umfjöllun um heilbrigðismál og í frekara námi. Nemandi skal geta gert grein fyrir almennu og sérhæfðu hlutverki og tengslum þeirra stofnana, sem fást við forvarnir, viðhald og eflingu heilbrigðis.
Nemandi skal geta miðlað almennri, sértækri og sérhæfri þekkingu sinni um heilbrigði, heilsueflingu, forvarnir, sjúkdóma, heilbrigðiskerfið og störf sjúkraliða með mismunandi aðferðum, skriflega, munnlega og verklega.Nemandi skal hafa aflað sérhæfingar í sjúkraliðastarfinu gegnum áhorf, lestur, hlustun, umræður eða önnur samskipti.


Nemandi skal geta greint milli hjúkrunarmeðferða, valið og skipulagt sérhæft verklag innan sjúkraliðastarfsins.

Nemandi skal geta greint þekkingu sína með umræðum, flokkun og samanburði og tengt hana hjúkrun og hjúkrunarstörfum.

Hann skal geta greint muninn á megindlegum og eigindlegum rannsóknaraðferðum sem notaðar eru við þekkingarþróun í hjúkrunarfræði.
Nemandi skal geta miðlað færni sinni með því að beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum sem viðurkennd eru í sjúkraliðastarfinu. Nemandi skal geta miðlað þekkingu sinni skriflega, munnlega og með hjálp upplýsingatækninnar.Lærdómsviðmið
Sjúkraliðabraut

Þrep 1

Lærdómur áfanga á þrepi 1 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti.

Lærdómur námsbrautar skilar nemanda með hæfni á þrepi 1. Hann einkennist af almennum þáttum þekkingar, færni og hæfni sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 2

Lærdómur áfanga á þrepi 2 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af þrepi 1.

Lærdómur námsbrautar skilar nemanda með hæfni á þrepi 2. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 3

Lærdómur áfanga á þrepi 3 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af fyrri þrepum.

Lærdómur námsbrautar skilar nemendum með hæfni á þrepi 3. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni undirgreina sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.

Þrep 4

Lærdómur áfanga á þrepi 4 uppfyllir neðangreind viðmið að hluta eða öllu leyti. Áfangi skal byggja á eða innihalda viðmið af fyrri þrepum.

Lærdómur námsbrautar skilar nemendum með hæfni á þrepi 4. Hann einkennist af sértækum þáttum þekkingar, færni og hæfni undirgreina sérsviðs námsbrautarinnar og uppfyllir neðangreind viðmið að mestu eða öllu leyti.


FÆRNI/leikni

er bæði vitsmunaleg og verkleg. Hún felur í sér að geta beitt aðferðum og verklagi.
Afla felur í sér þjálfun í aðferðum og verklagi.
Greina felur í sér val á aðferðum og skipulag verkferla.
Miðla felur í sér að miðla færni sinni með því að beita vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum mismunandi tjáningarforma.


Nemandi skal sýna skilning á hlutverki sjúkraliða á heilbrigðisstofnunum og hafa aflað sér verklegrar þjálfunar við algeng störf sjúkraliða. Nemandi sýni skilning á mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu gagnvart skjólstæðingum.

Hann skal geta sýnt fram á skilning á þeirri hugmyndafræði sem hjúkrun byggir á og taka tillit til hennar við hjúkrun skjólstæðinga sinna.
Nemandi skal geta greint milli mismunandi aðferða við hjúkrun skjólstæðinga sinna, beitt þeim aðferðum sem eiga við hverju sinni og unnið undir verkstjórn þeirra hjúkrunarfræðinga/sjúkraliða sem fara með málefni skjólstæðinga hverju sinni. Nemandi geti sýnt færni í beitingu þeirra tækja og tóla sem notuð eru í hjúkrun ásamt færni við að nota þær hjúkrunarvörur sem notaðar eru.
Nemandi skal geta miðlað færni sinni í hjúkrun með viðurkenndum vinnubrögðum og verklagi sem störf sjúkraliða byggja á hverju sinni. Nemandi geti tekið þátt og sýnt færni í þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta og samskiptum við skjólstæðinga. Hann skal geta tjáð sig munnlega og skriflega um þær upplýsingar og athuganir sem hann gerir í sjúkraliðastarfinu. Sýnt færni í að afla og nýta sér upplýsingar í hjúkrunarskrá og öðrum gögnum um skjólstæðinga.
.Nemandi skal hafa aflað sér þjálfunar í sértækum aðferðum og verklagi sjúkraliðastarfsins. Nemandi skal sýna sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum út frá þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér í sérgreinum sjúkraliðanáms og vera fær um að skipuleggja eigin störf.


Nemandi skal geta greint á milli aðferða, valið og skipulagt sértækt verklag innan sjúkraliðastarfsins. Nemandi skal geta beitt mismunandi hjúkrunarmeðferðum eftir því hverjar hjúkrunarþarfir skjólstæðinganna eru hverju sinni. Hann skal geta beitt sértækum hjúkrunarmeðferðum út frá mismunandi hjúkrunarþörfum bráðveikra, langveikra og mikið veikra skjólstæðinga.

Hann skal geta veitt hjúkrunarmeðferðir út frá mismunandi trúarlegum þörfum skjólstæðinga sinna og út frá mismunandi menningarlegum bakgrunni þeirra. Hann skal sýna færni í samskiptum í samræmi við siðfræði sjúkraliðastarfsins.


Nemandi skal geta miðlað færni sinni með því að beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum. Hann skal geta komið athugunum og mælingum um líðan skjólstæðinga á framfæri munnlega, skriflega og /eða á tölvutæku formi, í hjúkrunarskrá samkvæmt viðurkenndum hjúkrunarskráningarferlum. Nemandi skal geta miðlað upplýsingum um líðan og heilsufar skjólstæðinga sinna áfram til annarra heilbrigðisstarfsmanna. Hann skal geta miðlað viðeigandi upplýsingum og fræðslu til skjólstæðinga. Hann skal geta lesið fræðiefni sem tengist hjúkrunarfræði og getað nýtt sér þá þekkingu og komið henni á framfæri á skriflegan og munnlegan hátt.


Nemandi skal hafa aflað sér þjálfunar og hafa vald á almennum og sértækum aðferðum hjúkrunar og verklagi sjúkraliðastarfsins.


Nemandi skal geta greint milli mismunandi aðferða við hjúkrun skjólstæðinga. Geta valið og skipulagt almennt og sértækt verklag með tilliti til mismunandi hjúkrunarþarfa skjólstæðinga.

Nemandi skal sýna færni í samskiptum við samstarfsfólk og skjólstæðinga og skilning á mikilvægi heildrænnar hjúkrunar. Sýna faglega umhyggju í starfi og geta útskýrt og metið mismunandi hjúkrunarþarfir skjólstæðinga. Nemandi sýni færni í þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta og samskiptum við skjólstæðinga. Nemandi geti gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðinga. Nemandi skal vera fær um að forgangsraða og skipuleggja eigin störf í krefjandi aðstæðum og sýna fagmennsku í starfi. Sýnt færni í að skipuleggja og forgangsraða hjúkrunarþörfum skjólstæðinga samkvæmt hjúkrunaráætlun. Nemandi sýni fagmennsku í störfum sínum og viðhaldi faglegri þekkingu.


Nemandi skal geta miðlað færni sinni í hjúkrun með því að beita almennum og sértækum vinnubrögðum og verkfærum og aðferðum innan sjúkraliðastarfa.

Hann skal geta tjáð sig af öryggi um þær upplýsingar og athuganir sem hann gerir í starfi sínu, munnlega og skriflega. Sýnt færni í að afla og nýta sér upplýsingar í hjúkrunarskrá og öðrum gögnum um skjólstæðinga. Nemandi skal geta miðlað almennri, sértækri og sérhæfðri þekkingu sinni og reynslu með mismunandi aðferðum, munnlega, skriflega og verklega. Nemandi skal geta tekið leiðsögn á uppbyggilegan hátt og vera gagnrýninn á eigin störf.

Hann skal á faglegan hátt geta tekið þátt í umræðum og fræðslu um heilbrigðismál. nemandi skal geta nýtt sér kosti ólíkra miðla til þess að koma upplýsingum á framfæri.

Sýni færni í þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta og samskiptum við skjólstæðinga.
Nemandi skal hafa öðlast færni í aðferðum og verklagi innan hjúkrunar og sjúkraliðastarfsins.


Nemandi skal geta greint milli mismunandi hjúkrunarmeðferða, valið og skipulagt sérhæft verklag sjúkraliðastarfsins. Nemandi skal geta skipulagt störf sín við úrlausn mismunandi verkefna innan hjúkrunar og sýnt sjálfstæði og ábyrgð í störfum sínum.

Nemandi skal geta miðlað færni sinni með því að beita sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum. Nemandi skal geta miðlað fagþekkingu sinni á faglegan hátt skriflega, munnlega og með hjálp upplýsingatækninnar.

Starfshópur um lærdósmviðmið fyrir sjúkraliðabraut, 11. mars 2009Verilənlər bazası müəlliflik hüququ ilə müdafiə olunur ©atelim.com 2016
rəhbərliyinə müraciət